Sjö lykiláherslur hverfisskipulags
Hvert hverfisskipulag er unnið eftir gátlista um visthæfi byggðar
Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er skilgreindur gátlisti fyrir visthæfi byggðar. Gátlistanum er ætlað að gefa borgaryfirvöldum vísbendingar um visthæfi mismunandi hverfa með það að markmiði að móta tillögur og aðgerðir til úrbóta.
Með vistvænum lausnum og umhverfisvænni hugsun er kröfum samtímans mætt um leið og með ábyrgum hætti er gætt að hag komandi kynslóða. Aðgerðir sem byggja á þessum sjö lykiláherslum munu styrkja hverfi borgarinnar og gera hana fallegri og heilsusamlegri. Með þessum aðgerðum verður Reykjavíkurborg í forystu við innleiðingu vistvænna lausna og sjálfbæra þróun í skipulagi.