Kynntu þér nýjar tillögur í Breiðholti

Gerð hverfisskipulags fyrir Breiðholt er á lokametrunum. Vinnan er afrakstur umfangsmikils samráðs við ykkur, íbúa Breiðholts.

Uppfært 14. október 2020

Vinnutillögur hverfisskipulagsins voru kynntar í Breiðholti dagana 18.-28. ágúst 2020 og bárust í kjölfarið hátt í 170 athugasemdir, ábendingar og spurningar. Margir veltu fyrir sér fyrirhugaðri legu Arnarnesvegar og áhrifum hans á hugmyndir um Vetrargarð í Seljahverfi. Lega vegarins liggur nú fyrir og hægt að kynna sér málið í kafla um Vetrargarðinn á kynningarsíðunni.